Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Stjórnvöldum gengur hægt að standa við gefin fyrirheit um að lækka eða fella niður tímabundna skatta á fjármálafyrirtæki og valda viðbótarskattar því að greinin á erfitt með að vera samkeppnishæf.

Þetta segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en samtökin hafa bent á að skattar á fjármálafyrirtæki séu mun hærri á Íslandi en hjá öðrum Evrópulöndum. „Það virðist stundum villa um fyrir fólki að um er að ræða þrjá mismunandi skatta. Á fjármálafyrirtæki er lagður sérstakur fjársýsluskattur sem nemur 5,5% af heildarlaunagreiðslum. Síðan er sérstakur fjársýsluskattur, sem er í raun viðbótar-tekjuskattur og nemur 6% af hagnaði bankanna umfram einn milljarð króna. Fyrirtæki borga almennt 20% tekjuskatt en

...