Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur og hefur vakið athygli,“ segir Örn Erlendsson, verkfræðingur og ljósvistarhönnuður hjá lýsingarhönnunarfyrirtækinu Liska.

Liska vann til tvennra verðlauna á árlegri verðlaunaafhendingu alþjóðlegu ljóstæknisamtakanna, Illumination Engineering Society, IES, í Chicago í síðasta mánuði. Um er að ræða eina virtustu viðurkenningu í lýsingargeiranum á heimsvísu. Liska hlaut verðlaun fyrir hönnun sína við Hallgrímskirkju, annars vegar í flokki innanhússlýsingar og hins vegar utanhússlýsingar.

„Þetta er auðvitað staðfesting á að maður sé að gera hlutina rétt. Að sama skapi er þetta mikið aðdráttarafl fyrir kirkjuna að fá þessa viðurkenningu,“ segir

...