Mér er ómögulegt að skilja hversu lítinn áhuga starfsmenn þessarar borgar hafa á fegrun hlutanna, svo við getum horft með stolti á Reykjavík.
Aðalsteinn Sigurðsson
Aðalsteinn Sigurðsson

Aðalsteinn Sigurðsson

Kæru lesendur. Ég hef starfað sem hópferðabílstjóri í tæp tíu ár, ekið um borg og bæi og haft augun með öllu í kringum mig, hugsað um það sem betur mætti fara og einnig það sem vel hefur verið hlúð að. Hef ég sent ábendingar til eigenda staða ef betur má fara.

Aðalástæða þessa pistils er að misvel er tekið á málunum. T.d. Reykjavíkurborg, það er mér ómögulegt að skilja hversu lítinn áhuga starfsmenn þessarar borgar hafa á fegrun hlutanna, svo við getum horft með stolti á Reykjavík. Sérstaklega tala ég um ferðamenn sem heimsækja borgina. Við bílstjórar erum oft að spjalla um staði sem betur mætti hlúa að og höfum margoft sent ábendingar um þá.

T.d. við Hallgrímskirkju, stopp númer átta; þar er allt í óreiðu og hreinlega til skammar. Einnig ljósamálin; fyrir veturinn vantar ljós

...