
Alþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk greinargerðirnar fyrir helgi og sagðist ætla að leita samstarfs um umfjöllun um tillögurnar.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sviðsljós
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sérfræðingarnir sem skilað hafa forsætisráðherra greinargerðum um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi leggja fram ýmsar tillögur að breytingum og ný ákvæði. Ekki verður þó séð að lögfræðingarnir sem fengnir voru til verksins telji þörf á stórfelldum breytingum á gildandi ákvæðum stjórnarskrárinnar við endurskoðun hennar.
Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður, sem fjallar um Alþingi í sinni greinargerð, minnir á að samhliða stjórnarskránni sé byggt á skýringum og túlkunum sem hafa mótast á löngum tíma. „Allar kollsteypur eða grundvallarbreytingar á stjórnskipun eru í lýðræðislegu réttarríki líkt og Íslandi, séð frá
...