
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herja Úkraínu á austurvígstöðvunum, sagði í gær að Úkraínumenn hefðu náð um helgina að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa í nágrenni við Bakhmút, en Úkraínumenn náðu að frelsa þorpið Andrívka á föstudaginn og Klishtsjívka á sunnudag.
Sagði Sirskí að Úkraínumenn hefðu náð að eyða þremur stórfylkjum Rússa í bardögunum í nágrenni Bakhmút, þar sem 72. vélastórfylkið og 31. og 83. fallhlífastórfylkið voru umkringd. Sagði Sirskí að enn væri hart barist sunnan Bakhmút og að staðan væri erfið sem endranær á austurvígstöðvunum.
Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í gær að auk þess árangurs sem hefði náðst við Bakhmút hefði herinn einnig náð að sækja fram á suðurvígstöðvunum í
...