Það var augljóst þegar borgarlínan var ákveðin og síðan sett í samgöngusáttmála að þetta var algerlega ótímabær framkvæmd af alltof dýrri gerð.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Áætlunarsaga borgarlínu er einhver sú sorglegasta sem sést hefur. Það vantaði ekki fögur markmið og glæsilegt lesefni, en þegar nánar var skoðað stóð ekki steinn yfir steini. Ekki voru notaðar viðurkenndar aðferðir til að festa forsendur reikninga heldur farið eftir órökstuddum markmiðum um t.d. farþegafjölda. Varðandi umhverfismálin var farið eftir mýtum og slagorðum eins og að almenningssamgöngur séu umhverfisvænar án þess að huga að því að tómir og nær tómir strætisvagnar á ferð eru meiri mengunarvaldar en einkabílar miðað við mengun á farþegakílómetra. Engin furða að margir telja forsendur borgarlínu vera með trúarlegu ívafi. Þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um fjárhagslegan vafa á verkefninu verðum við að vona að það takist að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu verulega á hagkvæmari hátt, því þar þarf að gera átak sem

...