Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Dánaraðstoð var til umfjöllunar á Fundi fólksins í Norræna húsinu um liðna helgi að frumkvæði félagsins Lífsvirðingar. Samtalið var hvort tveggja upplýsandi og yfirvegað og þakka ber Lífsvirðingu fyrir að setja viðkvæmt og vandmeðfarið mál á dagskrá. Á fundinum mátti heyra að margir hafa einlægan áhuga á því að ræða um dánaraðstoð, hvaða skilyrðum hún þurfi að lúta og hvort íslenskt samfélag sé reiðubúið að lögleiða hana.

Rétt er að taka skýrt fram að Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands hefur ekki mótað sér stefnu um dánaraðstoð og er því líklega á svipuðum stað og þorri landsmanna að eiga eftir að vega og meta kosti og galla þess að lögleiða hana. Ég tel brýnt að fram fari rökræða og skoðanaskipti á vettvangi stjórnmálanna og ekki síður meðal almennings um málið.

Dánaraðstoð er sá verknaður að binda enda á líf sjúklings af ásetningi og að ósk

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir