Júlíus Sólnes
Nýleg Morgunblaðsgrein Helga Tómassonar prófessors í tölfræði við Háskóla Íslands og viðtal við hann á visir.is um hnattræna hlýnun, sem hann telur lítil rök vera fyrir, hafa vakið mikla athygli. Helgi segir að hitamælingar sýni ekki marktæka hnattræna hlýnun, þegar þær eru greindar sem tilviljunarkenndar tímaraðir með tölfræðilegum aðferðum. Hefur hann því ályktað, að hugmyndir um hamfarahlýnun vegna mikillar losunar koltvíoxíðs út í andrúmsloftið af mannavöldum séu ekki á rökum reistar.
Ég fjalla ítarlega í bók minni Loftslagsbreytingar1, sem kom út í byrjun nóvember, um það af hverju varhugavert sé að túlka hitamælingar þannig, að þær sýni mikla hlýnun andrúmslofts á síðustu áratugum af völdum sívaxandi losunar koltvíoxíðs. Ég hef verið í reglulegu sambandi við kínverska haffræðinginn Lijing Cheng
...