„Áfallasaga kvenna var skipulögð sem langtímarannsókn alveg frá upphafi,“ segir Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor og annar aðalrannsakenda vísindarannsóknar um áfallasögur kvenna. Hún segir þátttakendur í rannsókninni árin 2018-2019…

2024 Rannsókn er hafin á langtímaáhrifum áfalla á heilsu kvenna.
— Colourbox
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Áfallasaga kvenna var skipulögð sem langtímarannsókn alveg frá upphafi,“ segir Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor og annar aðalrannsakenda vísindarannsóknar um áfallasögur kvenna. Hún segir þátttakendur í rannsókninni árin 2018-2019 hafa gefið heimild til að haft yrði samband við þá aftur í eftirfylgdarrannsókn, til að dýpka upplýsingarnar.
„Það sem er mikilvægt í svona rannsóknum er að ná framsýnum gögnum og geta skoðað heilsufar til lengri tíma. Við erum að skoða ýmis einkenni sem við höfum ekki skoðað áður, eins og áhrif áfalla á tíðahvörf og þætti eins og aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og hvernig aðstoð í kjölfar áfalla skilar sér í heilsufari til lengri tíma
...