… skal áréttað, að alvarleiki málsins mælist í því að frumvarpið um bókun 35 brýtur gegn stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 …
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson

Í lok janúarmánaðar 2024 lagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fram skýrslu vegna bókunar 35 (B35) við EES-samninginn, þar sem áhersla er lögð á að með frumvarpi um málið sé verið að „standa við þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem gerðar voru fyrir 30 árum“. Í skýrslunni, sem ráðherra kynnti á Alþingi 13. febrúar sl., eru færð fram sjónarmið í þá átt að tímabært sé að Alþingi leiði í lög þá meginreglu sem lögð er til í frumvarpinu, þ.e. um forgang EES-réttar reynist slík ákvæði ósamrýmanleg almennum ákvæðum íslensks réttar.

Bakgrunnurinn

Aðild Íslands að EES-samningnum hefur frá upphafi hvílt á þeirri grunnforsendu að samningurinn fylgdi reglum hefðbundins milliríkjasamstarfs. Um leið liggur fyrir að af hálfu gagnaðila Íslands (áður EB, nú ESB) hefur frá upphafi verið lögð áhersla á

...