Sigfús Jón Árnason fæddist 20. apríl 1938. Hann lést 25. júní 2024.

Sigfús Jón var jarðsunginn 10. júlí 2024.

Elsku pabbi minn.

Ég vil með fátæklegum orðum fá að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég minnist samveru okkar með hlýju og söknuði. Ég er þakklátur fyrir hvað þær voru afslappaðar og skemmtilegar og einkenndust af hlátri og kærleika. Það var aldrei leiðinlegt hjá okkur, bara við tveir. Við gleymdum stað og stund. Ég er mjög þakklátur fyrir það að með árunum fór samverustundunum okkar fjölgandi og við áttum margar fallegar stundir bara tveir saman undanfarin ár. Takk fyrir viskuna, hlýjuna og kærleikann.

Ég kveð þig nú í hinsta sinn, en minningin um þig, góði pabbi minn, mun lifa innra með mér um ókomin

...