Axel Sigurgeirsson fæddist á heimili foreldra sinna á Bjargi í Miðfirði 7. maí 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 27. júní 2024.

Foreldrar hans voru bændahjónin Anna Vilhelmína Axelsdóttir, f. á Akureyri 24. ágúst 1918, d. 11. júlí 2010, og Sigurgeir Karlsson, f. á Bjargi 29. mars 1908, d. 4. október 1976.

Systkini Axels eru Karl Ásgeir, f. 1943, Elínborg, f. 1951, og Arinbjörn, f. 1956.

Axel ólst upp í foreldrahúsum á Bjargi og þar einnig með afa sínum, Karli Ásgeiri Sigurgeirssyni, f. 1863, d. 1958. Axel fór í Reykjaskóla 1964 og útskrifaðist þaðan 1967 og taldist mjög góður námsmaður. Naut hann skólavistarinnar afar vel, enda félagslyndur.

Við heilsubrest föður hans kom fram sú ákvörðun Axels að taka við búinu á

...