Einar Sigurbergsson fæddist í Grænhóli Ölfusi 10. september 1934 en ólst upp á Arnbergi á Selfossi. Hann lést á Hrafnistu 21. júní 2024.

Foreldrar hans voru þau Sigurbergur Jóhannsson (1886-1968) fæddur í Grænhóli og Arnfríður Einarsdóttir (1906-1994) fædd á Þóroddsstöðum. Systkini Einars eru Guðmundur (1928-2003), Jóhann Þór (1933-2023), Magnea (f. 1937) og Árni Bergur (1948-2001).

Eiginkona Einars var Ólína Guðmundsdóttir (1938-2019). Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson (1893-1947) frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og Málfríður Einarsdóttir (1901-1995) frá Hömrum í Þverárhlíð. Einar og Ólína gengu í hjónaband 10. september 1961. Þau eignuðust sex börn: 1) Ragnar Ómar, f. 1956. Kona hans er Hrund Elvan Friðriksdóttir og börn þeirra eru: a) Katrín (látin), b) Kári og c) Klara Björg. 2) Arnfríður, f. 1957. Maður hennar er Stefán Hermannsson.

...