Hversu margir þurfa að falla frá áður en þjóðin áttar sig á að eitthvað er að?
Mynd 2: Heildartala látinna og töpuð lífár miðað við GBD 2010 lífárstöflu. Heimild: Hagstofan.
Mynd 2: Heildartala látinna og töpuð lífár miðað við GBD 2010 lífárstöflu. Heimild: Hagstofan.

Jóhannes Loftsson

Þessi grein er framhald af samnefndum Morgunblaðsgreinum, „glæpur aldarinnar“, um kófið. Nú verður fjallað um afleiðingarnar.

Ef læra hefði átt eina lexíu af hruninu væri það að vandamál hverfa ekki af sjálfu sér. Raunveruleikinn er óumflýjanlegur og fólk þarf að vera vakandi þegar aðvörunarbjöllur fara að klingja. Þegar veruleikinn er kominn í mótsögn við málatilbúnað yfirvalda þurfa allir að spyrja gagnrýninna spurninga.

Dánir

Hagstofan hefur nú frestað birtingu á dánartölfræði 2023 fram á haustið. Frestunin er bagaleg því aldrei hefur verið jafn áríðandi að nýjar upplýsingar séu aðgengilegar. Síðasta gagnabirting sem náði yfir fyrstu 36 vikur 2023 eru því bestu aðgengilegu gögn. Þessi gögn eru þó í stórkostlegri mótsögn við meintan

...