Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Leiðari Viðskiptablaðsins fjallar um kaldar kveðjur Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra og formanns Vinstri grænna, til verslunarmanna í aðdraganda frídags þeirra. Hann kenni versluninni um þráláta verðbólgu, hún leggi ekki sitt af mörkum – ólíkt verkalýðshreyfingu og aðhaldssamri ríkisstjórn!

Það þykir blaðinu ekki benda til að „ráðherrann sé sligaður af þekkingu og innsæi þegar kemur að efnahagsmálum […] Síðustu kjarasamningar voru alls ekkert hóflegir, þó svo að verkalýðshreyfingin haldi öðru fram,“ líkt og sjá megi á raungengi krónunnar og skertri samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega.

Hvað þá að benda megi á ríkisfjármálin, sem hafi einkennst af stjórnlausri útgjaldaaukningu í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það sé ekki til marks um aðhald að hægja á útgjaldaaukningu í fjárlögum og ríkisfjármálin stuðli

...