Reynsla annarra þjóða sýnir að kjósendur vilja trúverðuga stefnu í útlendingamálum

Landamæravarnir og útlendingamál eru orðin meðal þeirra málaflokka sem hvað mestu ráða um úrslit kosninga á Vesturlöndum. Þetta hefur gerst hratt en á sér þó alllangan aðdraganda. Í Evrópu réð mestu að þáverandi kanslari Þýskalands, Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, leyfði milljón flóttamönnum að streyma inn í Þýskaland og sagði af því tilefni: Við ráðum við þetta. Níu árum síðar má glöggt sjá í kosningum í þremur af fylkjum Þýskalands að kjósendur telja ekki að Þjóðverjar hafi ráðið við þann mikla straum sem hófst með mistökum Merkel og hefur haldið áfram síðan.

Svipaða þróun má sjá víðast hvar í Evrópu þó að með nokkuð ólíkum hætti sé. Nýir flokkar sem eru óhræddir að bjóða upp á lausn á þessum vanda hafa náð miklum árangri á undanförnum árum en þeir sem á fleti eru fyrir og halda sig við stefnuna um opin landamæri, misopin þó, fá að finna fyrir óánægju kjósenda.

...