
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég er auðvitað mjög glöð að hafa fengið þessi verðlaun og finnst það mikill heiður. Verðlaunin minna á mikilvægi ljóðsins og frábært að þau séu veitt í minningu Reykjavíkurskáldsins okkar góða,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld og handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2024, fyrir ljóðabókina Pólstjarnan fylgir okkur heim. Bókin er tólfta ljóðabók Margrétar og kom út í gær á sama degi og hún tók við verðlaununum. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Pólstjarnan fylgir okkur heim er magnaður ljóðaseiður um lífið, dauðann, tímann innra með okkur og veraldarundrið vonina. Ljóðmálið er tært og grípandi og í gegnum handritið má finna magnaðar ljóðmyndir sem sitja lengi í huga lesanda að lestri loknum. Höfundur fetar fimlega einstigið á milli hins pólitíska og persónulega, án þess þó
...