Njótum stundarinnar alla ævi og lifum sítengd og af ástríðu í fylgd frelsarans í gegnum lífsins eilífa ferðalag.
Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson

Sigurbjörn Þorkelsson

Almáttugi skapari, elskandi Guð. Þú sem ert höfundur og fullkomnari lífsins. Viltu hjálpa okkur að lifa í kærleika og friði. Skapaðu sátt og samstöðu í hjörtum okkar og manna á meðal.

Minntu okkur á að fara vel með þínar góðu gjafir. Lifa í auðmýkt og þakklæti þar sem hugvit og nýsköpun á þeim grunni geti blómstrað okkur öllum til heilla, farsældar og blessunar.

Og við fengið litið í augu þín og hvert annars í trú og trausti, von og kærleika. Í þakklæti fyrir frelsi þitt og hina eilífu lífgjöf.

Njótum stundarinnar alla ævi

Hvílum í stundinni og njótum hennar í þakklæti því lífið er sannkallað ljóðasafn. Sjáum með hjartanu og föðmumst, því við eigum aðeins eitt líf og það heldur áfram. Jafnvel þótt það

...