
Atli Björn Levy
Fólk vill búa á höfuðborgarsvæðinu, það sést glöggt á tölum um húsnæðisskort og vaxandi fjölda íbúa. Samhliða byggist upp þrýstingur á aukna innviðauppbyggingu og þjónustu og það á ekki síst við um samgöngur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa borið gæfu til að tileinka sér aðferðarfræði sem fjölmörg önnur borgarsvæði hafa gert. Að leggja upp með framsýnt borgarþróunarverkefni, að byggja upp vistvæn, skilvirk og notendavæn samgöngukerfi. Markmiðið er að auka flutningsgetu fólks í kerfinu og um þessa innspýtingu ríkir þverpólitísk samstaða, sem er ekki sjálfgefið. Bættum samgönguinnviðum er ætlað að tryggja greiðari umferð og hagkvæmari ferðamöguleika. Skilvirk þjónusta, hugsuð fyrir alla sem þurfa að komast greiðlega á milli staða, innan sinna tímamarka. Með því að efla almenningssamgöngur aukum við flutningsgetuna í kerfinu, margfalt. Fjölbreyttir ferðamátar dreifa álaginu
...