Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að raunhagvöxtur á Íslandi verði hóflegur næstu tvö ár, að verðbólga verði þrálát og að ríkisfjármálin geti haldið aftur af vexti þrátt fyrir nokkru mýkri peningastefnu. Mest áhætta er talin felast í meiriháttar eldsumbrotum og tollahækkunum á helstu útflutningsvörur.
Í nýrri bráðabirgðaskýrslu OECD um efnahagshorfur í heiminum og einstökum aðildarríkjum hennar, sem út kom í liðinni viku, kemur m.a. fram að íslensk stjórnvöld íhugi nýtt gjald eða skatt á ferðamenn, „gestaskatt“ sem svo er kallað í skýrslunni, sem stofnunin segir að muni styðja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
Ekki er vikið að því að sá nýi skattur geti haft áhrif á sókn ferðamanna til landsins, en hins vegar bent á
...