Hjá Icelandair er nú – jafnhliða öðru – vaxandi þungi settur í markaðssetningu og ferðir til Grænlands og Færeyja. Í síðustu viku byrjaði félagið Grænlandsflug á Boeing 737 MAX 8, en þar var fyrir nokkrum misserum tekin í notkun ný og stór braut sem gerir þotuflug þangað mögulegt
Flug Sumarið hjá Icelandair er spennandi, segir Tómas Ingason um starfsemi Icelandair á líðandi stundu.
Flug Sumarið hjá Icelandair er spennandi, segir Tómas Ingason um starfsemi Icelandair á líðandi stundu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Hjá Icelandair er nú – jafnhliða öðru – vaxandi þungi settur í markaðssetningu og ferðir til Grænlands og Færeyja. Í síðustu viku byrjaði félagið Grænlandsflug á Boeing 737 MAX 8, en þar var fyrir nokkrum misserum tekin í notkun ný og stór braut sem gerir þotuflug þangað mögulegt. Með starfsemi þar er Air Greenland auk þess sem SAS og bandaríska félagið United Airlines munu hefja flug þangað í sumar. Icelandair hefur lengi flogið til og frá Nuuk á 37 sæta Dash 8 Q200, en nú flýgur félagið þangað á 160 sæta Boeing 737 MAX-8 vél.

„Grænland er okkur afar mikilvægur markaður, en þar eru aðstæður í flugi nú að breytast mjög hratt og því munum við að sjálfsögðu fylgjast með,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs

...