
Í stefnuræðu sinni á yfirstandandi þingi sagði forsætisráðherra að það væri „full eining“ í ríkisstjórninni um „öll þau mál sem birtast í þingmálaskrá“. Stjórnarliðar hafa síðan ítrekað sagst vera meira samstiga en gengur og gerist og því yrðu verkin látin tala.
Ýmislegt bendir þó til hins gagnstæða enda hafa verkin alls ekki talað heldur í ýmsu þagað þunnu hljóði.
Í stefnuræðu sagði forsætisráðherra að þær tíu þúsund tillögur sem bárust ríkisstjórninni um hagsýni í ríkisrekstri væru þegar farnar að skila árangri „með því að seytla um stjórnkerfið og samfélagið allt“. Nú við þinglok eru þessar hagræðingartillögur nær hvergi sjáanlegar. Auðvelt er að giska á hverju það sætir.
Forsætisráðherra kynnti með stolti þegar fjárauki um áherslumál ríkisstjórnarinnar var afgreiddur
...