Vísindamenn við Tel Aviv-háskóla í Ísrael hafa gert merka uppgötvun sem gæti breytt nálgun lækna við greiningu og meðferð brjóstakrabbameins. Í nýrri rannsókn sýna þeir fram á að svonefndir daufkirningar (e

Skimun Brjóstakrabbi er algengasta krabbameinið í konum á Íslandi, tæplega þriðjungur tilfella, en árlega greinast um 200 konur með sjúkdóminn.
— AFP/Anne-Christine Poujoula
Læknavísindi
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Vísindamenn við Tel Aviv-háskóla í Ísrael hafa gert merka uppgötvun sem gæti breytt nálgun lækna við greiningu og meðferð brjóstakrabbameins. Í nýrri rannsókn sýna þeir fram á að svonefndir daufkirningar (e. neutrophil) gegna tvíþættu hlutverki í æxlisvexti: þeir geta bæði barist gegn krabbameini og ýtt undir það.
Til þessa hafa daufkirningar, algengasta hvítfrumugerðin í blóði, einkum verið taldir verja líkamann gegn sýkingum, enda einnig nefndir sýkilætur. Samkvæmt rannsókninni, sem birtist ritrýnd í vísindaritinu Nature Cancer, geta brjóstakrabbameinsfrumur í raun virkjað þessar frumur og ýtt undir æxlisvöxt.
„Þetta er ný hugsun um hvernig
...