
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Samtök atvinnulífsins (SA) vara við því að fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda á örorkulífeyriskerfinu geti haft alvarleg áhrif á lífeyrissjóði og leitt til skerðingar á ellilífeyri, einkum fyrir verkafólk. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp til breytinga á lögum um lífeyrissjóði og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
Í umsögninni gagnrýna SA tvö atriði sérstaklega. Annars vegar áform ríkisstjórnarinnar um að fella niður svokallað jöfnunarframlag til lífeyrissjóða frá árinu 2026, og hins vegar ákvæði sem banni lífeyrissjóðum að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins (TR), að ákvörðun um örorkulífeyri sé tekjutengd.
Samkvæmt fjármálaáætlun 2026-2030 virðist ákveðið að fella niður jöfnunarframlagið frá og með árinu
...