Margrét fæddist í Reykjavík 7. maí 1935. Hún lést 17. maí 2025 á Sléttunni, hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík.

Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir, handavinnukennari, f. 1905, d. 1995, og Gísli Gestsson frá Hæli, safnvörður, f. 1907, d. 1984. Margrét var ein fjögurra systkina. Þau eru Anna, f. 1933, maki Geir Kristjánsson, f. 1934, d. 2009, Sigrún, f. 1937, maki Jóhann Már Maríusson, f. 1935, d. 2022, og Gestur, f. 1946, maki Erla Halldórsdóttir, f. 1949, d. 2004, sambýliskona Vigdís Harðardóttir, f. 1955. Systkinabörn Margrétar eru átta, Kristján Geirsson, Margrét Geirsdóttir, Gísli Másson, Már Másson, Guðrún Másdóttir, Vigdís Másdóttir, Hildur Gestsdóttir og Ragnar Gestsson.

Fyrstu starfsár sín vann Margrét á barnaheimilinu Laufásborg og síðar á Ljósmyndastofu Guðmundar Hannessonar. Margrét lauk handavinnukennaraprófi árið 1963

...