Nú þegar sumarið er gengið í garð lifnar náttúran við og má þá merkja ýmsar breytingar á henni frá fyrri árum. Stangveiðileiðsögumaður í Húnavatnssýslu hefur tekið eftir miklu hruni í kríustofni á svæðinu en segist hins vegar aldrei hafa séð jafn mikið af rjúpu

Fuglalíf Hér sjást tvær kríur bítast um sandsíli en náttúruunnandi í Húnavatnssýslu hefur í sumar tekið eftir markverðri fækkun í stofninum þar.
— Morgunblaðið/Eggert
Elínborg Una Einarsdóttir
elinborg@mbl.is
Nú þegar sumarið er gengið í garð lifnar náttúran við og má þá merkja ýmsar breytingar á henni frá fyrri árum. Stangveiðileiðsögumaður í Húnavatnssýslu hefur tekið eftir miklu hruni í kríustofni á svæðinu en segist hins vegar aldrei hafa séð jafn mikið af rjúpu.
Þorsteinn Hafþórsson er fæddur og uppalinn á Blönduósi og hefur fylgst vel með náttúrunni og fuglalífi í sveitinni alla tíð. Í dag starfar hann sem stangveiðileiðsögumaður í nokkrum helstu laxveiðiám landsins auk þess að vera mikill skotveiðimaður.