Nýliðin er hvítasunnuhelgin en landsmenn grípa þá oft tækifærið til þess að ferðast um landið. Umferðin á landsbyggðinni gekk vel um helgina og fór lítið fyrir umferðarteppum. Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin Fjeldsted, varðstjóri hjá…

Vesturlandsvegur Eitthvað var um hraðakstur á Vesturlandi.
— Morgunblaðið/Ómar
Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is
Nýliðin er hvítasunnuhelgin en landsmenn grípa þá oft tækifærið til þess að ferðast um landið. Umferðin á landsbyggðinni gekk vel um helgina og fór lítið fyrir umferðarteppum.
Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin Fjeldsted, varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi, að nokkuð hafi verið um hraðakstur. Um 40 ökumenn hafi verið teknir fyrir að aka of hratt frá fimmtudegi til mánudags.
Hann nefnir þó að það sé dæmigert fyrir helgar þar sem umferð er mikil. Að öðru leyti hafi helgin gengið slysalaust fyrir sig og engar umferðarteppur myndast, að sögn Björgvins.
Magnús Ragnarsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, tekur í sama streng og segir helgina hafa gengið mjög vel. Engin
...