Þúsundir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda sem geisa þessa dagana í Manitoba-fylki í Kanada. Yfirvöld hafa fyrirskipað víðtækar rýmingar í kjölfar eldanna sem teygja sig nú yfir gríðarlega stórt svæði
Skógareldar Í Manitoba-fylki í Kanada eru skógareldar tíðir. Eldarnir sem nú loga á svæðinu eru þó fyrr á ferðinni en þeir hafa verið undanfarin ár.
Skógareldar Í Manitoba-fylki í Kanada eru skógareldar tíðir. Eldarnir sem nú loga á svæðinu eru þó fyrr á ferðinni en þeir hafa verið undanfarin ár. — AFP/Ríkisstjórn Manitoba

Björn Diljan Hálfdanarson

bdh@mbl.is

Þúsundir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda sem geisa þessa dagana í Manitoba-fylki í Kanada. Yfirvöld hafa fyrirskipað víðtækar rýmingar í kjölfar eldanna sem teygja sig nú yfir gríðarlega stórt svæði. Yfirvöld vinna nú að því að ná stjórn á eldunum.

Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður Íslands í Kanada, segir í samtali við Morgunblaðið að eldar af þessari stærðargráðu séu sjaldgæfir í þessum hluta landsins. „Þetta er töluvert meira en hefur verið hér í Manitoba, það eru oft eldar hér en þeir hafa ekki verið svona stórir og svona nálægt byggð,“ segir Vilhjálmur.

„Þetta er líka fyrr en það er vanalega með þessa elda, þeir koma venjulega aðeins seinna á árinu, eða í júlí eða ágúst,“

...