
Albert Þór Jónsson
Ronald Reagan varð fertugasti forseti Bandaríkjanna frá 1981 til ársins 1989, hann var tvö kjörtímabil við völd í Hvíta húsinu. Á því tímabili lækkuðu skattar verulega, afregluvæðing atvinnulífsins jókst og verulega dró úr útgjöldum og umfangi ríkisins. Árangurinn sést bersýnilega á S&P 500-hlutabréfavísitölunni í Bandaríkjunum, sem skilaði 10,3% ávöxtun á ári frá árinu 1982 til ársloka 2024. Þeir þættir sem skiptu mestu máli á þessu fjörutíu ára tímabili voru: Efnahagslegur vöxtur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, mikill vöxtur hjá bestu fyrirtækjunum, tækni, framleiðni og stjórnunarhæfileikar og síðast en ekki síst alþjóðavæðing. Auk þess má gera ráð fyrir því að lækkun vaxta á þessum fjórum áratugum hafi haft mikil áhrif.