Á dögunum var þess minnst með veglegri útgáfu að tímaritið Ægir er 120 ára um þessar mundir. Ætla verður að fá rit sem gefin eru út á Íslandi eigi sér lengri sögu, ef frá eru talin Skírnir, Andvari og slíkar menningarútgáfur
Ægir Fróðleiksnáma um íslenskan sjávarútveg í á aðra öld, segir Jóhann Ólafur sem hér er með afmælisblaðið.
Ægir Fróðleiksnáma um íslenskan sjávarútveg í á aðra öld, segir Jóhann Ólafur sem hér er með afmælisblaðið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Á dögunum var þess minnst með veglegri útgáfu að tímaritið Ægir er 120 ára um þessar mundir. Ætla verður að fá rit sem gefin eru út á Íslandi eigi sér lengri sögu, ef frá eru talin Skírnir, Andvari og slíkar menningarútgáfur. Eins og titillinn vitnar um er sjávarútvegur í öllum sínum fjölbreytileika umfjöllunarefni Ægis, sem frá upphafi útgáfunnar árið 1905 og fram yfir aldamót var gefinn út af Fiskifélagi Íslands. Í kringum 2000 eignaðist Athygli ehf. útgáfuna og Ritform ehf. árið 2018 en Jóhann Ólafur Halldórsson er annar eigandi þess fyrirtækis og ritstjóri Ægis. Hann kom fyrst að ritstjórn Ægis árið 1996 og hefur ritstýrt blaðinu lengstum síðan þá.

Fólk sem hefur sögur að segja

„Galdurinn við að blað nái 120 ára útgáfuafmæli

...