Stjórnendur norska olíusjóðsins vara við því að Evrópa geti dregist enn lengra aftur úr Bandaríkjunum ef ekki verði ráðist í áríðandi umbætur á evrópskum fjármagnsmarkaði. Norski sjóðurinn er stærsti einstaki handhafi evrópskra hlutabréfa og á að…
Áskorun Markaðsgólfið í kauphöllinni í Frankfurt. Evrópskur verðbréfamarkaður hefur jafnt og þétt dregist aftur úr þeim bandaríska.
Áskorun Markaðsgólfið í kauphöllinni í Frankfurt. Evrópskur verðbréfamarkaður hefur jafnt og þétt dregist aftur úr þeim bandaríska. — AFP/Daniel Roland

Baksvið

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Stjórnendur norska olíusjóðsins vara við því að Evrópa geti dregist enn lengra aftur úr Bandaríkjunum ef ekki verði ráðist í áríðandi umbætur á evrópskum fjármagnsmarkaði.

Norski sjóðurinn er stærsti einstaki handhafi evrópskra hlutabréfa og á að meðaltali 2,5% hlut í hverju félagi sem skráð er á markað í álfunni, að því er fram kemur í umfjöllun FT í byrjun vikunnar. Vægi Evrópu í eignasafni olíusjóðsins hefur hins vegar farið minnkandi og segir sjóðurinn það skýrast af versnandi samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs. Í dag mynda evrópsk félög rúmlega 15% af eignasafninu en fyrir áratug var hlutfallið 26%.

Á sama tíma hefur vægi evrópskra verðbréfa í eignasafni olíusjóðsins farið úr 20,5% upp í 39,7% og

...