Aukinn fjöldi greindra covid-smita í lok maí virðist ekki hafa verið upphaf á nýrri smitbylgju líkt og varð síðasta sumar. Það getur þó verið flókið að meta stöðu útbreiðslunnar þar sem lítið er um sýnatökur
Faraldur Í dag er lítið er um covid-sýnatöku úti í samfélaginu og getur vel verið að fólk smitist af veirusýkingunni án þess að fá formlega greiningu.
Faraldur Í dag er lítið er um covid-sýnatöku úti í samfélaginu og getur vel verið að fólk smitist af veirusýkingunni án þess að fá formlega greiningu. — Morgunblaðið/Eggert

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Aukinn fjöldi greindra covid-smita í lok maí virðist ekki hafa verið upphaf á nýrri smitbylgju líkt og varð síðasta sumar. Það getur þó verið flókið að meta stöðu útbreiðslunnar þar sem lítið er um sýnatökur. Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið.

„Við sáum smá aukningu þarna í seinni hluta maí og vissum líka af því að það væri hópsýking á Landspítala. Við fórum auðvitað aðeins á tærnar að fylgjast með hvort þetta væri kannski upphafið að bylgju eins og við sáum síðasta sumar þegar það varð aukning í júní, júlí og svolítið fram eftir inn í haustið,“ segir Guðrún.

...