
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að þeir sem tóku þátt í fjölmennum mótmælum í Los Angeles um helgina væru uppreisnarseggir og hét því að enn meiri hörku yrði beitt til að kveða niður óeirðirnar í borginni ef ráðist yrði á þær öryggissveitir sem hefðu verið kallaðar út. Að minnsta kosti 56 manns voru handteknir í Los Angeles um helgina vegna mótmæla.
Tilefni mótmælanna var aukin harka innflytjenda- og tollalögreglu Bandaríkjanna, ICE (Immigration and Customs Enforcement), við að handtaka ólöglega innflytjendur í borginni, en aðgerðir ICE beindust að þessu sinni ekki bara að þeim sem voru með óhreint sakavottorð.
Kom fjöldi manns saman við alríkisfangelsi Los Angeles-borgar til að mótmæla handtökunum og veifuðu margir
...