
Sveinjón Jóhannesson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1947. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 2. júní 2025.
Foreldrar hans voru Jóhannes Árnason og Guðrún Ólöf Sveinjónsdóttir. Hann var elstur þriggja systkina en hin eru Árni og Kristín Andrea.
Fyrri eiginkona Sveinjóns var Helena Albertsdóttir og hann átti með henni tvö börn, Jóhönnu Þóru og Albert. Seinni eiginkona Sveinjóns var Kolbrún Aðalsteinsdóttir og hann átti með henni tvö börn, Brynjar Örn og Aðalstein Janus sem lést 2005. Kolbrún og Sveinjón skildu árið 1987.
Sveinjón var mikill fótboltamaður, hann spilaði á yngri árum með KR og var dyggur stuðningsmaður þeirra alla tíð. Auk fótboltaáhuga stundaði hann golf og hestamennsku. Hann átti fjölda hesta ásamt föður sínum og voru margar fjölskyldu- og vinastundir tengdar því í
...