
Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, segir bifhjólamenn upplifa óréttlæti gegn sér.
Samtökin hafi komið með ábendingar um frumvarp kílómetragjaldsins í meðförum samgöngunefndar Alþingis, en ekkert tillit hafi verið tekið til þeirra.
Í samtali við Morgunblaðið segir Njáll að samtökin hafi bent á að erlendir ferðamenn ættu að greiða mun lægra gjald fyrir notkun bifhjóla en íslenskir eigendur. Samkvæmt frumvarpinu skulu bifhjólaeigendur greiða 4 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra.
Lögðu samtökin fram tillögu um að gjaldið yrði lækkað til samræmis við það sem erlendir bifhjólaeigendur myndu greiða.
„Í stað þess að lækka gjaldið fyrir okkur ákvað nefndin að hækka gjaldið fyrir útlendinga og halda okkur í sömu tölu,“
...