Í ljósi þessa er tímabært að endurmeta strandveiðikerfið. Lagt er til að kerfið verði fasað út á skipulegan hátt á fimm árum.
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson

Kristinn Karl Brynjarsson

Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009 með skýrum samfélagslegum markmiðum: að tryggja aðgengi smábátaeigenda að fiskveiðum án kvóta, styðja við sjávarbyggðir, skapa árstíðabundin atvinnutækifæri og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Markmiðin voru göfug – að nýta fiskinn í þágu heimabyggða og efla atvinnulíf í brothættum byggðum landsins.

En fimmtán árum síðar er ljóst að raunveruleikinn hefur þróast á annan veg. Í stað þess að vera burðarás í atvinnulífi sjávarbyggða hefur strandveiðikerfið í auknum mæli orðið vettvangur fyrir einstaklinga sem stunda veiðar sem aukastarf eða áhugamál – oft án tengsla við viðkomandi byggðarlög. Þetta vekur spurningar: Er kerfið enn raunverulegt byggðaaðgerðatæki eða hefur það þróast í eitthvað allt annað?

...