Samtök atvinnulífsins (SA) vara eindregið við því að pólitískar ákvarðanir um bætt kjör öryrkja séu fjármagnaðar á kostnað lífeyrissjóða, það bitni mest á ellilífeyri verkafólks. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um stjórnarfrumvarp um víxlverkun …

Sigríður Margrét Oddsdóttir
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Samtök atvinnulífsins (SA) vara eindregið við því að pólitískar ákvarðanir um bætt kjör öryrkja séu fjármagnaðar á kostnað lífeyrissjóða, það bitni mest á ellilífeyri verkafólks.
Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um stjórnarfrumvarp um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna, sem forystumenn í launþegahreyfingunni á borð við Vilhjálm Birgisson í Starfsgreinasambandinu hafa einnig gert.
„Ef þetta frumvarp verður að lögum þá verða mánaðarlegar greiðslur öryrkja umtalsvert hærri en grunnlaun verkafólks á almennum vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að slíkt skapar ranga hvata og er ekki til þess fallið að auka verðmætasköpun,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Morgunblaðið.
...