Frumvarp Loga EInarssonar menningarmálaráðherra um breytingar á fjölmiðlalögum tók engum breytingum á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ef undan er skilin smávægileg tæknileg breyting

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Frumvarp Loga EInarssonar menningarmálaráðherra um breytingar á fjölmiðlalögum tók engum breytingum á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ef undan er skilin smávægileg tæknileg breyting.

Þar er því áfram lagt til að fyrri ákvæði um styrki til einkarekinna fjölmiðla verði framlengd um eitt ár enn, en með þeirri breytingu að hámarkshlutur af heildarupphæð styrkframlaga ársins verði 22% í stað 25% áður.

Sú breyting hefur aðeins áhrif á tvö útgáfufélög, Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, mbl.is og fleiri miðla, og Sýn sem m.a. heldur úti Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.

Alls bárust níu umsagnir, þrjár frá minni fjölmiðlum sem fögnuðu því að þeir yrðu áfram styrktir og að hlutfallslega

...