
Viðbragð Dælubílar frá öllum stöðvum slökkviliðsins voru kallaðir út.
— Morgunblaðið/Hákon
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með mikið viðbragð í Engihjalla í Kópavogi í gær vegna eldsvoða sem kom upp í íbúðarhúsi. Enginn slasaðist en mikið tjón varð á íbúðinni þar sem eldurinn kom upp.
Útkallið barst slökkviliðinu stuttu eftir hádegi og voru nokkrir dælubílar frá öllum stöðvum kallaðir til. Slökkvistarf gekk nokkuð greiðlega en búið var að slökkva eldinn um klukkan 13.
Kom í ljós að eldurinn hafði kviknað úti á svölum íbúðar á fjórðu hæð. Enginn var inni í íbúðinni er eldurinn kviknaði og engan sakaði. Var íbúðin reykræst að slökkvistarfi loknu en töluvert tjón varð á
...