Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda fór fram í 13. sinn á Patreksfirði um helgina. Markmið hátíðarinnar er að sýna heimildarmyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings, en dagskráin var venju samkvæmt fjölbreytt

Skjaldborg Hátíðin setti mikinn svip á Patreksfjörð um helgina.
— Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Elínborg Una Einarsdóttir
elinborg@mbl.is
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda fór fram í 13. sinn á Patreksfirði um helgina. Markmið hátíðarinnar er að sýna heimildarmyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings, en dagskráin var venju samkvæmt fjölbreytt.
Á lokakvöldi hátíðarinnar fór fram verðlaunaafhending þar sem þær myndir sem skara þóttu fram úr fengu viðurkenningu. Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 fyrir mynd í fullri lengd, hlaut Paradís amatörsins í leikstjórn Janusar Braga Jakobssonar. Jóna Gréta Hilmarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir heimildarstuttmynd sína Ósigraðir og Bóndinn og verksmiðjan í leikstjórn
...