Ngan Kieu Tran, Diana Al Barouki og Dana Zaher El Deen komu til Íslands árið 2022, þá rétt sextán ára að aldri. Ngan kom frá Víetnam og Diana og Dana frá Sýrlandi, þar sem borgarstyrjöld geisaði. Þegar þær hófu nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla…

Dagmál Ngan Kieu Tran, Diana Al Barouki og Dana Zaher El Deen.
Ngan Kieu Tran, Diana Al Barouki og Dana Zaher El Deen komu til Íslands árið 2022, þá rétt sextán ára að aldri. Ngan kom frá Víetnam og Diana og Dana frá Sýrlandi, þar sem borgarstyrjöld geisaði.
Þegar þær hófu nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) voru þær ókunnugar hver annarri, en urðu síðar bestu vinkonur og útskrifuðust með glæsilegum árangri: Ngan sem dúx skólans, Diana sem semídúx og Dana með 9,18 í meðaleinkunn. Þær hlutu einnig allar viðurkenningar fyrir námsárangur í ýmsum fögum.
Í Dagmálum í dag fara vinkonurnar yfir árangurinn, lífið og hvernig þeim leið þegar þær fréttu að leiðin lægi til Íslands.
Einnig ræða þær næstu skref en ljóst er að leið þeirra liggur nú til Háskólans í Reykjavík.
Þar mun Ngan stunda nám
...