Einar S. Hálfdánarson
Doktor Eyjólfur Árni Rafnsson, sem er stjórnarformaður félags sem stendur að lagningu borgarlínu og meintum samgöngubótum í Reykjavík og nágrenni, ritaði grein í Morgunblaðið um áform félagsins. Vænt útgjöld félagsins verða talin í hundruðum milljarða. Frómt frá sagt finnst mér röksemdafærsla doktors Eyjólfs afskaplega ósannfærandi. Mjög svo. Mér virðist röksemdafærslan líka mótsagnakennd. Enda byggist undirbúningur framkvæmda um of ýmist á röngum eða órannsökuðum forsendum. Að auki tel ég félagið brotlegt við lög við undirbúning framkvæmda. Ég vil rekja þetta að hluta, lið fyrir lið. – Nú skal ég ekki segja hvort doktor Eyjólfur reiði sig á forstjórann um grundvöll skrifa sinna. Ég hef verið sjálfstæðismaður allt mitt líf. Forstjórinn hefur um nokkurt árabil verið skráður félagi í þeim flokki. Ég hef aldrei getað merkt ástæðu þess nema hvað völd og þjónkun hafa fært
...