Guðni Ágústsson
Bubbi Morthens skrifaði stórmerka grein á dögunum þar sem hann segir meðal annars: „Tungumálið okkar er fast í kviksyndi aðgerðaleysis.“ Þetta fer hinum ástsæla söngvara og ljóðasmið vel og eru orð í tíma töluð. Hann getur þess að eini stjórnmálamaðurinn sem hafi gert eitthvað til að sporna við þessari þróun sé menningarmálaráðherrann Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
En Bubbi samdi lagið Maður án tungumáls fyrir einum þrjátíu árum. Hugleiðum það ef við töpum íslenskunni, málinu sem gerir okkur að þjóð. Hvað sagði skáldið Snorri Hjartarson: „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefin við móðurkné.“ Síðar segir skáldið í kvæðinu: „Örlagastundin nálgast grimm og köld.“
Við erum þar stödd að gagnvart tungumálinu okkar er ríkjandi
...