Hólmfríður Jóna Hannesdóttir fæddist 17. nóvember 1930. Hún lést 14. október 2025. Útför hennar fór fram 29. október 2025.
Elskuleg amma mín hefur kvatt þennan heim. Þegar ég hugsa til ömmu koma upp margar hugljúfar minningar frá sumrum sem barn á Húsavík. Að koma til ömmu og afa í Höfðabrekkuna á Húsavík var sem að koma inn í yndislegan ævintýraheim. Þar var nóg af leik, sprelli og ást. Með ömmu og afa fórum við að Botnsvatni og tíndum ljúffeng ber sem við síðan borðuðum með rjóma, við fórum í fjöruferð og stífluðum lækinn, köstuðum vatnsblöðrum af svölunum á Höfðabrekkunni og svo mætti lengi telja. Amma sá alltaf til þess að engan vanhagaði um neitt og að nóg væri borið fram af dýrindis mat. Hún bar alltaf hag okkar barnanna fyrir brjósti og umhyggjusemi hennar umlukti okkur. Henni var alltaf annt um það hvernig gekk hjá barnabörnunum sínum, spurðist oft fyrir um okkar hagi og var
...