Hjörtur J. Guðmundsson
Tvær leiðir eru færar vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35): Samþykkja frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, vegna málsins og gefast þannig fyrir fram upp fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og kröfu hennar um að innleidd löggjöf frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar almennum íslenzkum lögum eða taka aftur upp varnir í málinu gagnvart hótun ESA um samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum.
Fyrir viku birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu þar sem ég gerði málið að umtalsefni. Vitnaði ég þar í lögspekinga sem bent hafa á það að slík forgangsregla yrði í andstöðu við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, og Stefán Má Stefánsson, lagaprófessor emeritus og helzta sérfræðing landsins í
...