Grímur Davíðsson fæddist í Reykjavík 22. desember 1933. Hann lést á hjartadeild LSH 22. október 2025.
Eiginkona hans Svanhildur H. Sigurfinnsdóttir, f. 24.11.1936, d. 31.12. 2021. Börn þeirra eru: Sigurgeir, f.1957, Margrét Sigrún, f.1962, og Sigurfinnur Óskar, f.1963
Útför Gríms fer fram frá Seljakirkju í dag, 4. nóvember 2025, og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku bróðir og góður vinur.
Ég á bara góðar minningar með þér og margt höfum við gert saman bæði þegar við vorum yngri og svo í seinni tíð. Þú varst ávallt svo bóngóður og hjálpsamur. Þegar ég var lítil þá bauðst þú til þess að fara með okkur systrunum, mömmu og pabba í fína rauða Chervrolet-bílnum þínum að Bustarfelli í Vopnafirði. Þar heimsóttum við systur pabba hana Jakobínu Soffíu og Methúsalem
...