— Ljósmynd/Jóhann Guðni Reynisson

Bjart og fallegt veður hefur verið á suðvesturhorninu síðustu daga, þvert á fannfergið sem dundi yfir fyrir rétt rúmri viku. Snjórinn er nánast á bak og burt og stillur það miklar að skemmtilegar spegilmyndir hafa sést í vötnum, líkt og á Álftanesi. Þar steig einn ökumaður úr bíl sínum og festi fallegt umhverfið á filmu með símanum. Ágæt veðurspá er fram undan, en gæti orðið úrkoma og vindasamara um helgina.