Útlendingastofnun hefur aðstæður í Sýrlandi enn til skoðunar að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en hún væntir svara fyrr en síðar. Borgarastyrjöldinni lauk í Sýrlandi með falli einræðisstjórnar Bashar al-Assads undir lok síðasta árs
Brottflutningar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir ráðherra.
Brottflutningar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir ráðherra. — Morgunblaðið/Hallur Már

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Útlendingastofnun hefur aðstæður í Sýrlandi enn til skoðunar að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en hún væntir svara fyrr en síðar.

Borgarastyrjöldinni lauk í Sýrlandi með falli einræðisstjórnar Bashar al-Assads undir lok síðasta árs.

Friedrich Merz Þýskalandskanslari hefur boðað brottflutning Sýrlendinga frá Þýskalandi til síns heimalands. Spurð hvort slíkt hið sama standi til hér á landi segir Þorbjörg Sigríður:

„Útlendingastofnun hefur verið að meta aðstæður í Sýrlandi en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Auðvitað er það alltaf hugsunin í kerfinu að þegar fólk fær alþjóðlega vernd á grundvelli einhvers ástands eins

...