Ekki tókst að finna hvað olli hópsýkingu af völdum Salmonella Montevideo sem greindist á Norðurlandi í desember 2024 og í janúar á þessu ári en alls greindust 17 einstaklingar á aldrinum 0 til 87 ára með bakteríuna. Sóttvarnalæknir hefur birt lokaskýrslu stýrihóps sem falið var að rannsaka hópsýkinguna þar sem fram kemur að ekki tókst að finna uppruna smitanna.
Flest tilfellin greindust á Akureyri og var meiri hluti þeirra tengdur Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Tekin voru sýni til sýklarannsókna úr ýmsum matvælum frá eldhúsi sjúkrahússins en ekki tókst að finna uppruna smitanna,“ segir í skýrslunni.
Auk tilfellanna sem tengdust sjúkrahúsinu greindust einnig tilfelli á Dalvík, á Siglufirði og í Reykjavík, að því er virðist án tengingar við Sjúkrahúsið á Akureyri segir í skýrslunni.
„Á síðastliðnum
...