Á stjórnarfundi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), sem haldinn var í Efstaleiti þann 24. september 2025, fór Stefán Eiríksson útvarpsstjóri yfir stöðu dreifikerfismála RÚV.
Samningur RÚV við Sýn (áður Vodafone) um dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis rennur út árið 2028. Um er að ræða fimmtán ára samning sem gerður var árið 2013.
Útvarpsstjóri lagði á fundinum áherslu á að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framhaldið innan skamms, þar sem núverandi samningur gerir ráð fyrir aðlögunartíma sem þarf að virkja tímanlega. Á fundinum var farið ítarlega yfir stöðu mála og þá kosti sem eru í boði til lengri framtíðar, með það að markmiði að tryggja örugga og hagkvæma dreifingu efnis RÚV til landsmanna, eins og það er orðað í fundargerð.
Leitað var eftir frekari upplýsingum hjá bæði RÚV og Sýn vegna málsins. Í svari frá
...